Norskir útvegsmenn ætla að biðja stjórnvöld í Noregi að banna innflutning á mjöli og lýsi úr makríl frá Íslandi. Þeir eru mjög ósáttir við að Íslendingar ætli í þriðja sinn að leggja út í makrílveiðar án þess að hafa kvóta úr sameiginlegum stofni Norðmanna, Færeyinga og Evrópusambandsríkjanna.