Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra, hættir sem sveitarstjóri í kjölfar þess að hún hlaut kosningu í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um síðustu helgi. Á fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra í dag óskaði hún eftir launalausu leyfi frá störfum frá 23. mars til 25. apríl. Elvar Eyvindsson, formaður byggðaráðs, mun sinna störfum sveitarstjóra á því tímabili. Eftir þann tíma verður gengið frá starfslokum Unnar Brár og tekin ákvörðun um ráðstöfun starfsins út kjörtímabilið.