Hún Erica de Carmo lét það ekki aftra sér að halda áfram námi í iðjuþjálfun, þótt hún hafi átt barn síðastliðinn föstudag. Erica mætti í fjarkennslu í húsnæði Visku í morgun, með barnið sitt með sér, sem hlotið hefur nafnið Bríet Líf. Um næstu helgi fer hún síðan til Akureyrar í starfsþjálfun, – með barnið með sér.