Verslunar- og íbúðarhúsið við Hilmisgötu er óðum að taka á sig mynd en búið er að reisa útveggi á efri hæð hússins. Reiknað er með að húsið verði fokhelt í lok apríl en búið er að hanna klæðningu á húsið eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Stefán Þ. Lúðvíksson, annar eigenda hússins segist mjög ánægður með fyrirhugað útlit.