Það fór ekki framhjá bæjarbúum þegar Kap VE veiddi síld í Vestmannaeyjahöfn í gær en Hafró hafði gefið út leyfi til að hreinsa höfnina af síldinni sem þar hefur verið. Samkvæmt því sem næst verður komist veiddist milli fimm og sex hundruð tonn. Töluvert magn af síld, mestmegnis dauðri síld er í höfninni en nauðsynlegt er að ná sem mestu magni upp úr höfninni fyrir sumarið.