Ein gleðilegasta frétt vikunnar er síldartorfan í Vestmannaeyjahöfn. Heilbrigðiseftirlitið á Suðurlandi skrifaði upp á að vissara væri að veiða upp síldina áður en hún dræpist. Grunur lék á að einhver hluti hennar væri sýktur og dæmi eru um að ef síld drepst í stórum stíl verði nánast ólíft vegna ólyktar í kjölfarið.