Starfsmaður Vallaskóla á Selfossi brást snaggaralega við, eftir hádegi í gær, er hann veitti því athygli er 17 ára piltur kom í skólann og gaf sig á tal við 16 ára gamlan nemanda skólans. Sá eldri fékk hinn til að koma með sér útaf skólalóðinni og allt í einu birtust þar nokkrir piltar og skipti engum togum að þeir réðust á nemandann. Starfsmaður skólans sem hafði fylgst með fór þegar á milli og kom í veg fyrir frekari árás á nemandann. Nemandinn slapp fyrir bragðið með minni háttar meiðsli.