Lausráðnum kennurum og leið­beinendum við Grunnskóla Vest­mannaeyja brá í brún þegar þeir fengu bréf þar sem þeim var til­kynnt um að ekki væri öruggt að þeir héldu starfi sínu við skólann næsta haust. Jón Pétursson, forstöðumaður fræðslu- og fjölskyldusviðs, sagði að skólastjóra bæri að upplýsa starfs­menn um stöðuna og hún væri því að framfylgja þeim reglum og vinnulagi sem gildir hjá bænum.