Það eru fjölmargir sem hafa tjáð sig um þá ákvörðun að stöðva síldarhreinsun í Vestmannaeyjahöfn í dag. Flestir eru sammála að hreinsunin sé nauðsynleg enda talsverð mengun sem fylgir dauðum fiski í þúsunda tonna vís. Bestu tilgátuna eiga þeir félagar séra Kristján Björnsson og Halldór B. Halldórsson. Þeir telja þetta einfaldlega samsæri KR-inganna.