Síldveiðar í Vestmannaeyjahöfn hafa verið stöðvaðar. Hafrannsóknastofnun telur ekki fiskifræðileg rök fyrir áframhaldandi veiðum þar sem rúmlega helmingur síldarinnar þar sé nógu vel á sig kominn til að synda af sjálfsdáðum úr höfninni. Eftir umsögn Hafró hefur sjávarútvegsráðuneytið lagt til að veiðarnar verði stöðvaðar.