Sýningin Surtsey – jörð úr ægi hefur verið sett í geymslu hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Sýningin var sett upp í Þjóðmenningarhúsinu árið 2007 og átti að flytja hana í Surtseyjarstofu í Vestmannaeyjum að tveimur árum liðnum. Sá tími er liðinn en sýningunni hefur ekki enn verið fundið húsnæði í Vestmannaeyjum. Hugmyndir voru uppi um að hluti sýningarinnar færi í geymslu en þar sem ekki náðist að leysa húsnæðisvanda sýningarinnar fór hún öll í geymslu.