Lúðrasveit Vestmannaeyja fagnar í ár 70 ára starfsafmæli sínu en til að minnast tímamótanna, gaf sveitin út veglegt afmælisrit. Í blaðinu er m.a. rætt við Óla Jóns, sem hefur verið í sveitinni í næstum hálfa öld og tvíburasysturnar Höllu Þórdísi og Önnu Vigdísi sem eru að stíga sín fyrstu skref í sveitinni. Nú er blaðið komið á netið og hægt að lesa það með því að smella á forsíðu þess hér til hliðar.