Eyjamenn unnu góðan sigur á Víkingi frá Ólafsvík í fjórða riðli A-deildar Lengjubikarsins í dag, en leikið var á Akranesi. Sigurmarkið kom í uppbótartíma. Jafnræði var með liðunum allan leikinn, mikið um miðjumoð, en engin spjöld fóru þó á loft.