Nú liggur fyrir endanlegur framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. apríl næstkomandi. Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður, mun leiða listann. Oddný Guðbjörg Harðardóttir, bæjarstjóri í Garðinum, skipar 2. sætið og Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra, verður í 3. sæti. Lúðvík Bergvinsson, alþingismaður, verður í heiðurssætinu neðst á listanum, en hann hefur tilkynnt að hann muni hætta í stjórnmálum.