Hermann Hreiðarsson er í liði Portsmouth sem tekur á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni nú í hádeginu, en leikurinn hefst klukkan 12:45. Portsmouth þarf nauðsynlega á sigri að halda, en þeir eru aðeins einu sæti fyrir ofan fallsæti, með 29 stig.