Strandaverk ehf. afhenti Hveragerðisbæ nýtt vallarhús við Grýluvöll í gær, föstudag. Húsið er 250 fermetrar að flatarmáli og mun bæta aðstöðu knattspyrnuiðkenda í Hveragerði til muna. Húsinu var skilað full frágengnu. Fyrirhugað er að vígja Vallarhús Grýluvallar á sumardaginn fyrsta þann 23. apríl næstkomandi.