Þrengslin eru lokuð í óákveðinn tíma vegna umferðaróhapps. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að búið sé að opna Hellisheiði eftir umferðaróhapp en þar er hálka. Hálkublettir eru á Sandskeiði. Vegir eru annars víðast hvar auðir. Þó eru hálkublettir á nokkrum leiðum.