Hópur fyrrverandi handboltamanna í Eyjum, sem hefur verið að spila blak innanhúss, tók sig til og spilaði suðrænt strandblak á föstudag. Leikið var í Klaufinni í Vestmannaeyjum. Þessir vösku Eyjapeyjar hafa ákveðið að spila strandblak í auknum mæli með hækkandi sól. Heimildarmaður innan hópsins segir við Suðurlandið.is að búast megi við því að átökin verði síst minni utanhúss en verið hefur innan dyra.