Atli Guðjónsson hefur fengið félagsskipti úr ÍA yfir í ÍBV en þetta kemur fram á Fótbolti.net. Atli, sem er varnamaður, lék með ÍBV í Lengjubikarnum um helgina einmitt á móti sínum gömlu félögum úr ÍA og einnig gegn Víkingi frá Ólafsvík. Atli mun leika með ÍBV í Lengjubikarnum til reynslu.