Taflfélag Bolungarvíkur vann öruggan sigur á Íslandsmóti skákfélaga sem fór fram á Akureyri um helgina. Taflfélag Vestmannaeyja vann aðra deild með yfirbuðum. Björn Ívar Karlsson náði besta árangri Eyjamanna en hann var með 6,5 vinninga af 7 mögulegum.