Farið var inn í tvo sumarbústaði í nágrenni Þykkjavabæjar um helgina og þaðan stolið sjónvörpum, flatskjá og töluverðu magni af verkfærum. Lögreglan á Hvolsvelli biður þá sem hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir á þessu svæði frá föstudegi til laugardags að hafa samband í síma 488 4110.