Í morgun var haldinn fundur í Ráðhúsi Vestmannaeyja en fundarefni voru flugsamgöngur við Vestmannaeyjar. Á fundinum sátu m.a. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, Valgeir Arnórsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Vestmannaeyja, Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri Flugstoða auk fulltrúa heimamanna. Elliði Vignisson, bæjarstjóri segir að leitað sé allra leiða til að takmarka það tjón sem orðið hefur vegna breytinga á þjónustu flugvallarins og þrengri opnunartíma.