Orri Arnórsson, sonur Arnórs Hermannssonar, bakarameistara og Helgu Jónsdóttur, sigraði í Nemendakeppni Kornax sem haldin var um helgina. Þetta er í tólfta sinn sem keppnin er haldin en markmiðið með keppninni er að efla faglegan metnað í bakaraiðn og hvetja bakaranema til nýsköpunar og til að temja sér öguð vinnubrögð. Sjö tóku þátt í keppninni í ár en Orri keppti fyrir hönd fjölskyldufyrirtækisins, Arnór bakari.