Hljómsveitin Ný Dönsk mun halda stórtónleika í Höllinni 4. apríl næstkomandi en engu verður til sparað á tónleikunum. Sveitin er ein vinsælasta dægurlagasveit landsins og hefur síðan 1987 framleitt hvern stórsmellinn á fætur öðrum. Forsala á tónleikana hefst á morgun klukkan 12.00 á Volcano Café.