Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) segir óhjákvæmilegt að niðurskurður um rúmlega 200 milljónir króna á ári hafi áhrif á þjónustu stofnunarinnar. Framkvæmdastjórnin hefur sent frá sér tilkynningu vegna gagnrýni á fyrirhugaðar breytingar við sjúkraflutninga í Rangárvallasýslu.