Engin skerðing verður á fæðingarþjónustu á Selfossi, eins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra hafði boðað. Þetta kom fram á fundi sem Ögmundur Jónasson, núverandi ráðherra heilbrigðismála, hélt með starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands nú í eftirmiðdaginn. Áður en fundurinn hófst, tók Ögmundur á móti áskorun með nöfnum um 4300 íbúa á svæðinu, þar sem öllum áformum um niðurskurð var harðlega mótmælt. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.