Lögreglan á Selfossi handtók tvo menn um fimmleytið í nótt með drekkhlaðinn bíl af þýfi sem reyndist vera úr sumarbústöðum við Þverlág á Flúðum. Að sögn lögreglunnar var bíllinn svo niðursiginn að aftan að hann vakti athygli við keyrslu og reyndist við nánari athugun vera smekkfullur af þýfi.