Fiskvinnslufyrirtækið Godthaab í Nöf í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að greiða starfsfólki sínu umsamdar launahækkanir frá 1. mars síðastliðnum. Fyrirtækið er ekki í samtökum atvinnurekenda. Um 80 starfsmenn hjá Godthaab fá 13.500 króna launahækkun útgreidda um næstu mánaðamót.