Kári Kristján Kristjánsson, línumaður Íslandsmeistara Hauka í handknattleik, gengur til liðs við svissneska meistaraliðið ZMC Amicitia í Zürich í sumar. Hann hefur gert tveggja ára samning við félagið og er ætlað að fylla skarð norska línumannsins Frank Löke sem hyggst róa á önnur mið.