Engar breytingar urðu á daglegri starfsemi sparisjóðanna á Suðurlandi við yfirtöku ríkisins á SPRON (Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis). Sparisjóður Vestmannaeyja rekur afgreiðslu 6 sparisjóða á Suðurlandi. Líkt og með aðra sparisjóði er unnið að því að auka stofnfé Sparisjóðs Vestmannnaeyja. Sótt hefur verið um framlag frá ríkissjóði sem nemur fimmtungi stofnfjár, í samræmi við neyðarlög vegna bankahrunsins.