Það var í nógu að snúast hjá lögreglunni í síðustu viku. Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglu og áttu þær báðar sér stað í Höllinni. Í öðru tilvikinu var ráðist á dyravörð og m.a. sparkað í höfuð hans. Hann er þó ekki alvarlega slasaður. Í hinu tilvikinu var maður sleginn í andlitið þannig að hann fékk glóðuraugu en ekki er talið að hann hafi hlotið varanlega skaða af högginu. Málin eru bæði í rannsókn. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum sem má lesa hér að neðan.