Til rannsóknar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum er kæra vegna meintrar nauðgunar sem sögð er að átt hafi sér stað aðfaranótt 22. mars sl. Málsatvik liggja ekki ljós fyrir en skýrsla hefur verið tekin af meintum þolanda, sem er kona um fertugt, og meintum geranda, sem er karlmaður um þrítugt.