Hvers vegna í ósköpunum fá Eyjamenn ekki að hreinsa höfnina? Það verður varla geðslegt ef nokkur hundruð tonn fá að drepast og rotna í höfninni. Það verður óskemmtilegt ástand sem þá skapast. Einhvern veginn hélt maður að það væri bara hið besta mál að veiða þetta magn sem er í höfninni og bræða. Það væri gott fyrir alla aðila.