Eins og Eyjafréttir.is greindu frá á sínum tíma vaknaði hugmynd á spjallvef ÍBV að endurútgefa lagið Slor og skítur, betur þekkt sem Dúrí dara en leikmenn ÍBV syngja lagið hástöfum eftir sigurleiki. Guðmundur Rúnar Lúðvíksson, höfundur lagsins hefur gefið leyfi fyrir endurútgáfunni og Eyjarokksveitin Hoffman ætlar að taka upp, ásamt auðvitað leikmönnum ÍBV sem verða í bakröddum.