Fólkið hefur talað. Niðurstöður prófkjörs liggja fyrir. Einhverjir ­liggja eftir sárir og vígamóðir en aðrir brosa breiðar en fyrr, glaðir með sinn árangur. Þannig er það bara. Það geta ekki allið unnið í þessari keppni, frekar en nokkurri annarri. 17 frambjóðendur gáfu kost á sér í fimm efstu sætin og ­flestir að stefna á efstu fjögur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sl. laugardag. Það var því ljóst að ekki myndu allir ná settu marki í þeim efnum.