Margrét Lára Viðarsdóttir er byrjuð að vekja athygli á sér í Svíþjóð því hún skoraði þrennu og lagði upp eitt mark í 6-0 sigri Linköpings gegn 1. deildarliði Eskilstuna í kvöld. Um var að ræða síðasta æfingaleik Linköpings fyrir fyrsta leik liðsins í deildinnni gegn Sunnanå á fimmtudaginn í næstu viku.