Í gær héldu Krókódílarnir litla veislu í Týsheimilinu en tilefnið var að afhenda handknattleiksráði ÍBV styrk. Krókódílarnir er hópur fólks sem greiðir mánaðarlega upphæð sem rennur óskert til handknattleiksráðs og afhentu Krókódílarnir handknattleiksráði ávísun að upphæð 10 milljónir króna. Það er sú upphæð sem Krókódílarnir hafa lagt til síðustu fjögur ár.