Sjávarútvegsráðuneytið gerir ekki athugasemdir við að síldveiðum verið haldið áfram til að hreinsa Vestmannaeyjahöfn. Ráðuneytið hefur sent erindi til hafnaryfirvalda í Eyjum þar sem greint er frá þessu með vísan í erindi sem Hafrannsóknastofnunin sendi til ráðuneytisins eftir könnun á magni og ástandi síldarinnar í gær.