Kvennalið ÍBV tapaði með minnsta mun þegar liðið tók á móti efsta liði 2. deildar, B-liði Vals í Vestmannaeyjum í dag. ÍBV, sem er í 9. sæti deildarinnar sýndi gestunum þó enga virðingu og var síst lakara liðið. Staðan í hálfleik var 16:15 ÍBV í vil en lokatölur urðu 29:30 fyrir Val.