KFS lagði Afríku í gær þegar liðin áttust við í C-deild Lengjubikarsins. Lokatölur urðu 3:0 en mörk KFS skoruðu þeir Sæþór Jóhannesson, Davíð Egilsson og Anton Bjarnason. Leikurinn fór fram á gervigrasvelli Leiknismanna í Breiðholtinu.