Opnun kosningaskifstofu Frjálslynda flokksins í Vestmannaeyjum sl. föstudag tókst frábærlega og þökkum við öllum sem komu kærlega fyrir komuna. Einnig var kvöldvakan mjög vel heppnuð og var setið til kl. 1 um nóttina. Ákveðið var strax um hádegið að fresta grillveislunni í bili, enda unnið í öllum frystihúsum og flestir bátar á sjó.