Áunnin réttindi eða lífeyrisgreiðslur sjóðsfélaga hjá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja skerðast ekki en lífeyrissjóðir hafa margir tilkynnt um allt að 10% skerðingu. Heildarskuldbindingar Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja eru 3,2% umfram hreina eign í árslok 2008 og er því innan 10% lögbundinna marka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja sem má lesa hér að neðan.