Síðastliðna vika var með rólegra móti hjá lögreglu, en þó þurfti lögreglan að hafa afskipti af fólki vegna hinna ýmsu mála. Nokkuð var um kvartanir vegna hávaða í heimahúsum án þess þó að upp úr syði milli nágranna. Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni sem leið en maður sem var að koma með Herjólfi var stöðvaður við eftirlit lögreglu.