Á fimmtudagskvöld þann 12. mars þreyttu 22 sundmenn Guðlaugssund í Laugaskarði í Hveragerði. Synt var til að minnast frækilegs afreks Guðlaugs Friðþórssonar er komst lífs af er báturinn Hellisey sökk um 6 kílómetra suðaustur af Heimaey og að minnast þeirra skipverja sem fórust. Þetta er í annað sinn sem sundið er þreytt í Laugarskarði en fyrst var synt 2007.