Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út klukkan hálffjögur í morgun vegna elds í 50 manna rútu við bátaskýli Björgunarfélags Vestmannaeyja sem er meðal annars notað sem flugeldageymsla. Rúður voru farnar að springa og klæðning að skemmast þegar slökviliðið mætti á vettvang og stóð rútan þá í björtu báli. Rútan er talin gjörónýt og leikur grunur á að kveikt hafi verið í henni. Tveir menn um tvítugt voru handteknir í nágrenninu skömmu eftir að slökkvistarfi lauk. Rútan er í eigu ferðaþjónustufyrirtækisins Viking Tours í Vestmannaeyjum.