Tveir ungir menn eru nú í haldi lögreglunnar í Vestmannaeyjum vegna gruns um að þeir hafi kveikt í rútu við Tangagötu í nótt. Möguleg tengsl mannanna við aðrar íkveikjur í bænum verða rannsökuð, að sögn lögreglunnar. Tilkynning barst um eldinn um hálffjögurleytið í nótt. Rútunni hafði verið lagt skammt frá flugeldageymslu niðri við bryggju og húsnæði björgunarfélagsins. Rútan eyðilagðist í eldinum.