Elías Fannar Stefnisson markmaður 2. flokks og meistaraflokks í knattspyrnu verður frá knattspyrnuiðkun næstu þrjá mánuðina. Elías Fannar meiddist á hné í síðasta leik ÍBV og í aðgerð á mánudag kom í ljós að liðþófi var rifinn og krossbönd illa tognuð. Elías Fannar er varamarkvörður ÍBV og ljóst að hann mun missa af stórum hluta Íslandsmótsins.