Margrét Lára Viðarsdóttir og félagar í Linköping spila sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið sækir Sunnanå SK heim. Margrét Lára skoraði þrennu í síðasta æfingaleiknum fyrir mótið og fær örugglega að spreyta sig í kvöld.