Þýsk sjónvarpsstöð leitar að fjölskyldu í Vestmannaeyjum sem væri til í að taka í fóstur tvo þýska unglinga. Unglingarnir myndu lifa og starfa með fjölskyldunni í eina viku sem yrði svo gert skil í þáttaröð sem sýnd verður síðar. Fyrirhugaðar tökur hefjast 14. apríl en áhugasamir geta haft samband við Kristínu Jóhannsdóttur í Ráðhúsi Vestmannaeyja eða sent póst á netfangið [email protected]