Mennirnir tveir sem handteknir voru í gær, grunaðir um að hafa kveikt í rútu við húsnæði Björgunarfélags Vestmannaeyja, voru í nótt úrskurðaðir í viku gæsluvarðhald í þágu rannsóknarhagsmuna. Yfirheyrsla yfir mönnunum stóð yfir í allan gærdag en rannsókn málsins beinist m.a. að því hvort mennirnir tengist áður óupplýstum íkveikjumálum í Eyjum.